bergljot.info

Bergljót Halldórsdóttir

Lífeindafræðingur


Lífeindafræðingar rannsaka sýni frá mannslíkamanum til að greina sjúkdóma og til að fylgjast með gangi  þeirra og heilsu fólks almennt. Á meðal þess eru sýni úr blóði, þvagi, saur, mænuvökva, liðvökva og öðrum líkamsvökvum. Slíkar rannsóknir veita  upplýsingar um ástand sjúklingsins og eru forsenda þess, að sjúkdómar séu rétt meðhöndlaðir.  

Bergljót Halldórsdóttir er ein af fyrstu meinatæknum á Íslandi, menntuð í Zürich í Sviss.   Bergljót er sérhæfð í smásjárskoðun á þvagi, að því er lýtur að þvagfæra- og nýrnasjúdómum. Einnig er hún sérhæfð í smásjárskoðun á blóði- og mergstroki með tilliti til blóðsjúkadóma.  Starfsheiti meinatæknis var breytt í heitið lífeindafræðingur árið 2005.

Bergljót var kennslustjóri á blóðfræðideild LSH/Hringbraut. Þar og við THÍ kenndi hún lífeindafræðinemum  vökva- og blóðrannsóknir og læknanemum við HÍ skoðun blóð- og mergstroka með tilliti til blóðsjúkdóma.

Kennsla hennar og rannsóknir spanna yfir 40 ár tímabil, og er kynnt nánar  á vefnum www.bergljot.info. Með því  reynir hún að koma fróðleik á framfæri við lífeindafræðinga, aðra heilbrigðisstarfsmenn og hvern þann annan, sem hefur áhuga á þessu starfssviði. 

Bergljót samdi kennsluheftið Rannsóknir á þvagi, öðrum líkamsvökvum og saur, þegar hún fékkst við kennslu, og fæst kennsluheftið í  Bóksölu stúdenta. 

Hér má sjá ferilskrá Bergljótar

Curriculum vitae BH.pdf

Kennslurit: Rannsóknir á þvagi, öðrum líkamsvökvum og saur