Blóðsýnataka


Stasi hertur og leitað að æð. Ef leitin tekur lengur en eina mínútu þarf að losa stasa aðeins og herða svo aftur.

Þegar æð er fundin er stungustaður sótthreinsaður

Butterfly nál notuð fyrir stungu. Ath að loft er í slöngunni svo fyrsta glasið mun ekki fyllast alveg en það er nauðsynlegt fyrir ákveðnar mælingar. Þumall notaður til að toga húðina örlítið niður á móti nálinni

Hér er stutt við slönguna til að lágmarka hreyfingu nálar

EDTA glas þrætt uppá nálina. Stasi er losaður eða fjarlægður þegar blóðið byrjar að renna

Nál er dregin til baka í öryggishólf með því að þrýsta á hliðar, halda við vængina og draga út þangað til smellur heyrist

Hægt er að biðja sjúkling um að halda við bómulinn meðan glös eru merkt og þeim velt nokkrum sinnum

Að lokum er gott að setja plástur yfir bómul. Til eru nokkrar tegundir af plástrum sem henta mismunandi sjúklingum. Einnig er hægt að halda við í nokkrar mínútur þangað til hættir að blæða